Kanadíska fyrirtækið Carbon Engineering hefur hafið tilraunir með vinnslu koltvísýrings beint úr andrúmsloftinu, og er stefnt að því að tilraunaverksmiðja til þessara nota verði tilbúin í Calgary fyrir árslok 2014. Enn ríkir mikil óvissa um kostnaðinn við vinnsluna, en talið er að hann verði á bilinu 20-2.000 dollarar á tonnið. Bent hefur verið á að þessi kostnaður gefi vísbendingu um sanngjarnt gjald fyrir að fá að sleppa koltvísýringi út í andrúmsloftið.
(Sjá frétt í New York Times 5. janúar).

Grafík: Skjáskot úr kynningarmyndbandi á carbonegineering.com.

Birt:
11. janúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Áform um vinnslu CO2 beint úr andrúmslofti“, Náttúran.is: 11. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/11/aform-um-vinnslu-co2-beint-ur-andrumslofti/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: