Áform um vinnslu CO2 beint úr andrúmslofti
Kanadíska fyrirtækið Carbon Engineering hefur hafið tilraunir með vinnslu koltvísýrings beint úr andrúmsloftinu, og er stefnt að því að tilraunaverksmiðja til þessara nota verði tilbúin í Calgary fyrir árslok 2014. Enn ríkir mikil óvissa um kostnaðinn við vinnsluna, en talið er að hann verði á bilinu 20-2.000 dollarar á tonnið. Bent hefur verið á að þessi kostnaður gefi vísbendingu um sanngjarnt gjald fyrir að fá að sleppa koltvísýringi út í andrúmsloftið.
(Sjá frétt í New York Times 5. janúar).
Grafík: Skjáskot úr kynningarmyndbandi á carbonegineering.com.
Birt:
11. janúar 2013
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Áform um vinnslu CO2 beint úr andrúmslofti“, Náttúran.is: 11. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/11/aform-um-vinnslu-co2-beint-ur-andrumslofti/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.