Costa Rica verður fyrsta kolefnishlutlausa landið í heiminum ef áætlanir þarlendra stjórnvalda ganga eftir. Þessu markmiði á að ná árið 2021. Í þessum tilgangi er m.a. verið að byggja þar upp markað fyrir losunarheimildir með stuðningi Alþjóðabankans. Á síðustu 25 árum hefur þjóðarframleiðsla í Costa Rica þrefaldast á sama tíma og skóglendi hefur tvöfaldast.
(Sjá frétt SustainableBusiness 4. janúar).

Birt:
10. janúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Costa Rica kolefnishlutlaust 2021“, Náttúran.is: 10. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/10/costa-rica-kolefnishlutlaust-2021/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: