Þar um bil byrjar sumar er sólin kemur í tarfsmerki ... kallaður gauksmánuður eða Harpa. Nú er sáðtími í fyrsta lagi í kalda jörð með því móti að vorgott sé. Og er þá betra að sá litlu salti með snemmsánu fræi eða að vökva um sinn með saltlegi eða sjóvatni. Það ver nokkuð kulda, ofþurki og líka kálormum. Frostlaus snjór, ofan í nýsáð fræ, er betri en flest önnur vökvan. Öllu því sem undir jörð á að vera má nú fyrst sá. Seint í þessum mánuði er tími að planta allar lifandi rætur, sem geymdar hafa verið í mold eða sandi á vetri. Í hlýju veðri skal pæla þá jörð upp, sem menn vilja frjósöm verði. Héla og lognfrost eru skaðlegri en frostnæðingar fyrir allar jurtir. Því skal sáðreit vel þekja þegar hélufall er.

Samantekt um tímabilið 20. apríl - 20. maí. Úr ritinu „Atla“ eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksal. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
19. apríl 2013
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Harpa - Gauksmánuður“, Náttúran.is: 19. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/19/20-aprl-20-ma/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: