Eggtíð eða stekktíð kallast sá mánuður nær sól er á ferð um tvíburamerkið. Á Ströndum kallast hann skerpla. Nú er sáðtími þegar seint vorar. Í miðjum þessum mánuði eru fardagar. Um það leyti má grafa villirætur til matar. Því síðar þegar gras fer að vaxa út úr þeim eru þær lakari. Nú er tími að byggja hús og garða, hreinsa tún og engjar, hylja með mold flög og skriður eða færa þær burt, vinna í skógi, safna berki og fleiri litunargrösum. Þegar hnaus veltur nú á klaka er hann bestur í veggi því þá er jörðin enn laus og ófrjó.

Samantekt um tímabilið 20. maí- 20. júní. Úr ritinu „Atla“ eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksal.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir. ©Náttúran.is

Birt:
19. maí 2013
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Eggtíð - Skerpla“, Náttúran.is: 19. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/05/19/20-ma-20-jn/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. maí 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: