Fyrstu ræktuðu jurtirnar
Það er árleg hátíð þegar fyrstu ræktuðu jurtirnar eru teknar inn, jafnvel þótt það séu aðeins blaðbroddar. Þeir stækka fljótt. Þann 12. maí 2002 hef ég skrifað hjá mér: – Búið að vera heldur kalt og oft næturfrost. Skrýtið að vera að rækta úti í frostinu. Ég tíndi úr gróðurhúsinu sellerístilka, steinselju og blaðbeðju frá í fyrra, sem allt var að vaxa upp og ætlar að fara að mynda fræ. Þarna sat ég og hugsaði hvað ég gæti nú gert við þetta. Las í ítalskri kokkabók um rísottó, blautt með sterkum kryddjurtum.
Rísottó fyrir villijurtir og vorjurtir
Hitið olíu
setjið í marinn hvítlauk
setjið í hrísgrjónin og hafið í olíunni í 5 mín setjið í grænmetið, sem má vera villijurtir á vorin – kryddjurtir og hvaðeina sem kemur upp snemma í gróðurhúsi. Seinna um sumarið má það vera smátt skorinn kúrbítur, grænkál eða spínat. Setjið út á soð með ögn af salti, gjarnan grænmetissoð en aðeins lítið í einu og láta hrísgrjónin drekka það í sig í skömmtum. Endurtaka þetta nokkrum sinnum. Setjið yfir rifinn parmesanost, svartan pipar og smjör eða olíu.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Fyrstu ræktuðu jurtirnar“, Náttúran.is: 19. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/11/07/fyrstu-rktuu-jurtirnar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. nóvember 2007
breytt: 14. mars 2014