Býfluga á kamillublómiKamilla vex vel hér á landi. Lengi var haldið að baldursbráin kæmi í staðinn fyrir kamilluna og það var ágætt að halda það meðan ekki fengust kamillufræ. Ef við minnumst þess að frænka hennar, baldursbráin, getur látið 300.000 fræ þroskast á einu sumri er skiljanlegt að kamillan gefur heilmikið af sér, þó plönturnar séu ekki margar.

Einhvers staðar las ég að eitt kamillublóm heimaræktað væri á við heilan tepoka úr búð og það er mikil huggun þegar maður bograr við að tína blómin.

Tínslan er þó skemmtilegt verk, því hún fer ævinlega fram í sólskini þegar blómin eru opin og krónublöðin bísperrt út í loftið. Kamillan lokar sér eins og fífill nema hún leggur blöðin niður, þegar dregur fyrir sól. Hún róar og það er gott að leggja kamillubakstra á augun. Með valurt og morgunfrú er hún góð í te handa börnum.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmynd: Býfluga á kamillu, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
23. mars 2015
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Kamilla “, Náttúran.is: 23. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2007/08/04/kamilla/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. ágúst 2007
breytt: 23. mars 2015

Skilaboð: