Safnhaugurinn

Svo má hlaða greinum upp í hrúgur til að mynda tímabundið skjól fyrir nývöxt, ef nóg pláss er til þess. Heimiliskurlararnir eru hins vegar afbragð fyrir grænstöngla, sem fara eftir það í safnhauginn. Safnhaugur er einstaklingsbundinn því misjafnt er hvað fellur til hjá hverjum og einum. Hjá sumum er slegna grasið af blettinum aðalfóðrið en hjá öðrum verður grasið að fara á moldartipp bæjarfélagsins því það er orðið fræberandi, þegar það er loks slegið. Sama gildir með lauf. Það þarf að raka og hirða í snyrtilegum görðum en í villigarði sér það um sig sjálft og hverfur í svörðinn.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmynd: Moltutunnu hvolft til að ná í moltuna, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Safnhaugurinn“, Náttúran.is: 17. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/09/safnhaugurinn/ [Skoðað:23. júlí 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. nóvember 2007
breytt: 17. ágúst 2014