Ýsa með hundasúrum
800 gr ýsa roð- og beinlaus
100 gr smjör
2 laukar
5 dl hundasúrur, þvegnar og saxaðar
salt og pipar
Saxið lauk og steikið í smjörinu þar til að hann verður glær, blandið hundasúrunum saman við laukinn, saltið og piprið og látið malla í u.þ.b. 5 mín.
Smyrjið pönnuna og raðið fiskibitum á hana, hellið að lokum lauknum og hundasúrunum yfir fiskinn, lokið pönnunni og sjóðið í 5-10 mín.
Úr bókinni Með veislu í farangrinum.
Ljósmynd: Hundasúra, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
4. ágúst 2014
Tilvitnun:
Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir. „Ýsa með hundasúrum“, Náttúran.is: 4. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/04/sa-me-hundasrum/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. júní 2007
breytt: 4. ágúst 2014