Baldursbrá, fuðarjurt, móðurjurt, völvubrá
Baldursbrá [Matricaria maritima] - Í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason, segir í undirtexta sem vísar í þjóðlegar heimildir*:„Tegundin er ein þekktasta lækningaplantan. Einkum var hún notuð við kvensjúkdómum eins og nöfnin fuðarjurt og móðurjurt gefa til kynna (matricaria komið af matrix, leg; skylt mater, móðir). Hún átti að leiða tíðir kvenna og leysa dautt fóstur frá konum, eftirburð og staðið blóð. Við tannpínu skyldi leggja marða baldursbrá á eyrað þeim megin sem verkurinn var. Að auki þótti te af blöðum og blómum svitadrífandi, ormdrepandi og hjartastyrkjandi.“
*Ágúst hefur safnað heimildum í rúm 30 ár, úr rituðu máli og frá eldra fólki.
Baldursbrá er náskyld kamillunni [Chamomilla recutita] sem einnig er nefnd kryddbaldursbrá.
Sjá nánar um baldursbrá og heimildir um hana á Liberherbarum.com.
Sjá útbreyðslukort á Plöntuvefsjá NÍ (Ath. að slá þarf inn heiti jurtarinnar).
Myndin er af baldursbrá við sandhóla hjá Knarrarósvita í Árborg þ. 26.07.2006.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Baldursbrá, fuðarjurt, móðurjurt, völvubrá“, Náttúran.is: 18. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/mism_jurtir/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 1. janúar 2013