Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er opinn um helgina frá 11-16. Þar er jólastemmning þar sem ýmsir hönnuðir og handverksmenn eru að kynna og selja vörur sínar. Skógræktarfélag Reykjavíkur selur jólatré af ýmsum stærðum og gerðum, þ.á.m. hin geysivinsælu tröpputré. Jafnaframt er kaffihús á staðnum þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér á kakó og vöfflum og hlusta á upplestur rithöfunda og njóta tónlistar. Kl. 14:00 er upplestur barnabókahöfunda í rjóðrinu við Elliðavatnsbæinn þar logar varðeldur og jólasveinninn kíkir við.

Skóræktarfélag Reykjavíkur er einnig með opinn jólaskóg frá 11 - 16 í Grýludal í Heiðmörk þar sem gestum gefst kostur á að höggva sín eigin jólatré, drekka kakó og möglega hitta á jólasveina. Skógræktarfélagið gróðursetur 50 tré fyrir hvert það jólatré sem selt er.

Þeir sem vilja vera með söluborð á jólamarkaðinum á Elliðavatni um helgina hafi samband við Gústaf Jarl Viðarsson í síma 856-0059.

Þau skógræktarfélög sem selja jólatré síðustu daga fyrir jól eru:

  • Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum laugardaginn 22. desember kl. 11- 15. Einnig er félagið með sölu á jólatrjám á Fjósum í Svartárdal á sama tíma.
  • Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi helgina 22. - 23. desember kl. 12 - 16.
  • Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgina 22. - 23. desember kl. 11-16.
  • Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í samvinnu við björgunarsveitina Brák, verður með jólatrjáasölu í Búrekstrardeild KB dagana 20. - 23. desember kl. 14 - 18.
  • Skógræktarfélag Eyrarsveitar verður með jólatrjáasölu í Brekkuskógi ofan Grundarfjarðar helgina 22. - 23. desember, kl. 13 - 17.
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Opið laugardaginn 22. desember kl. 10 - 18.
  • Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg til 23. desember. Opið kl. 10 - 16 um helgar, en 12-16 virka daga. Tré frá félaginu fást einnig hjá Hlín blómahús, Sveinsstöðum.
  • Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, opið helgina 22.-23. desember kl. 11 - 17 og í Grýludal á Heiðmörk helgina 22. - 23. desember kl. 11 - 16.
  • Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Langási í Sauraskógi helgina 22. - 23. desember kl. 11 - 16.
  • Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði laugardaginn 22. desember kl. 10:30 - 15.

Sjá nánari upplýsingar á Jólatrjáavef skógræktarfélaganna.

Ljósmynd: Á jólamarkaðinum á Elliðavatni en sú síðari. Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Birt:
19. desember 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólaskógar skógræktarfélaganna um helgina“, Náttúran.is: 19. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/19/jolaskogar-skograektarfelaganna-um-helgina/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: