Á hverjum degi jólasveinn
Framtíðarlandið telur niður í jólin ásamt jólasveinunum sem fara um Náttúrukortið.
Jólasveinarnir tengja saman óbyggðir og byggðir. Þeir koma yfir fjöll og dali, ár og vötn og sjá margt á ferðum sínum. Ómar Ragnarsson er í beinu sambandi við þá og sendir okkur daglega, fram að jólum, vísur af ferðum þeirra um náttúru Íslands, yfir svæði þar sem hætta steðjar að.
Framtíðarlandið hvetur fólk til að slást í för með jólasveinunum og fara inná Náttúrukortið og kynna sér þessi svæði!
Nú þegar hafa Stekkjastaur og Giljagaur komið til byggða í gegnum Skrokköldusvæðið og Trölladyngju. Hægt er að fylgjast með ferðum jólasveinanna á facebook síðu Framtíðarlandsins og á vef Framtíðarlandsins.
Birt:
13. desember 2012
Tilvitnun:
Framtíðarlandið „Á hverjum degi jólasveinn “, Náttúran.is: 13. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/13/hverjum-degi-jolasveinn/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.