Frá vitund til verka
Fyrirlestraröð um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum.
Fyrirlestur - 21.nóvember kl. 16:00 í Norræna húsinu:
Þema næstu tveggja fyrirlestra, sem fram fara sama dag, er umhverfismennt. Shelley McIvor og Helena Óladóttir nálgast umhverfismennt á ólíkan, en þó áhugaverðan hátt, gagnvart börnum annars vegar og svo fullorðnum og innan stofnana hins vegar.
Shelley Mclvor er stefnumótunarstjóri hjá Global Action Plan í London og mun hún ræða um lykilinn að því að fá fólk til að breyta hegðun sinni og verða meðvitaðra um umhverfi sitt. Shelley hefur unnið með viðskiptaaðferðir sem stuðla að sjálfbærni og breyttri starfsmannahegðun sl. 10 ár innan fjölda fyrirtækja með góðum árangri. Hennar helsta takmark er að hvetja einstaklinga til að taka þátt í að skapa sjálbærari stofnanir og samfélög og hafa gaman af öllu ferlinu. Aðferðir sínar hefur hún meðal annars innleitt hjá O2 Telefonica, Royal Bank of Scotland, Varnarmálaráðuneyti Bretlands og Evrópska Seðlabankanum.
Að erindi hennar loknu tekur Helena Óladóttir frá Náttúruskóla Reykjavíkur við. Helena mun ræða um menntun til sjálfbærrar framtíðar, landsnámsskrá og hvernig menntun til sjálfbærrar þróunar hefur tekist til í íslenskum leik og grunnskólum. Helena er menntaður kennari og umhverfisfræðingur. Sem verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur starfar hún við að fræða kennara á ýmsum stigum um útinám, umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Hún tók þáttí gerð nýrrar aðalnámskrár og vinnur nú að þemahefti um sjáfbærni í ritröð Mennta og menningarmálaráðuneytisins og Námsgagnastofnunar um grunnþætti menntunnar. Helena situr í stjórn Landverndar.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Frá vitund til verka“, Náttúran.is: 21. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/20/fra-vitund-til-verka/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. nóvember 2012
breytt: 21. nóvember 2012