Eiturefni í vinsælum fatnaði
Grænfriðungar fullyrða í nýrri skýrslu að fatnaður frá 20 þekktum framleiðendum víða um heim hafi að geyma eiturefni sem geti í versta falli valdið krabbameini. Umhverfisverndarsamtökin hvetja tískukeðjur til að uppræta það innan átta ára.
Grænfriðungar hafa á síðustu árum látið gera rannsóknir á vinsælum klæðnaði hjá helstu tískuverslunum til að kanna hvort í honum séu efni sem séu hættuleg fólki. Niðurstöður nýjustu könnunarinnar voru kynntar í tískusýningu sem umhverfissamtökin héldu í Peking í vikunni. Þar voru veiklulegar fyrirsætur fegnar til að sýna eitthvað að þeim 140 flíkum sem sérfræðingar höfðu rannsakað. Einhver eiturefni fundust í tveimur þriðju þeirra og er það rakið til textílverksmiðja þar sem vart hefur orðið vatnsmengunar í næsta nágrenni.
„Sum efni mældust í miklu magni í fjórum flíkum, eitruð efni sem geta haft áhrif á frjósemi. Og sömuleiðs leifar þessara efna á mörgum klæðisstykkjum. Í tveimur flíkum fundum við krabbameinsvaldandi efni,“ segir Kevin Brigden, vísindamaður hjá Grænfriðungum.
Í skýrslu Grænfriðunga segir að um föt frá 20 velþekktum fyrirtækju sé að ræða. Helst voru þetta buxur, þar á meðal gallabuxur, stuttermabolir, kjólar og nærföt bæði úr náttúrulegum efnum og gerviefnum. Grænfriðungar vilja að tískukeðjur heiti því að engin slík efni verið að finna í fötum frá þeim fyrir árið 2020. Því hafa sjö fyritæki, þar á meðal H&M, C&A og Marks & Spencer heitið.
Birt:
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Eiturefni í vinsælum fatnaði“, Náttúran.is: 21. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/21/eiturefni-i-vinsaelum-fatnadi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.