Félag um Samfélagsbanka stendur að

Dagskrá um „Social Banking" - Hugmynd & veruleiki
Banki byggður á gagnsæi og trausti

Erindi flytur:

Annika Lauren bankastjóri „Ekobanken" í Svíþjóð

Ekobanken hlaut, ásamt tvemur öðrum samfélagsbönkum, Merkur bank frá Danmörku og Cultura bank frá Noregi, umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2010.

í sal Norræna hússins sunnudaginn 18. nóvember  klukkan 15:00-16:30

Samfélagsbankar eru viðskiptabankar, sem hafa samfélagsleg markmið og sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Mikilvægur þáttur í rekstri þeirra er algjört gagnsæi þar sem gefið er upp til hvaða verkefna þeir lána fé. Útlán eru eingöngu fjármögnuð með innlánum og ekki er stunduð spákaupmennska á fjármálamörkuðum.

  • Félag um samfélagsbanka. Sigfús Guðfinnsson formaður segir frá félaginu, tilgangi og markmiðum í stuttu máli/ Á ensku
  • Social Banking - Hugmynd og veruleiki. Annika Lauren, bankastjóri í sænska Ekobankanum, http://ekobanken.se/ segir frá reynslu sinni af uppbyggingu og starfi bankans./ Á ensku
  • Sjónarhorn. Ivar  úr stjórn Ekobankans./ Á ensku
  • Sparisjóðir á Íslandi, framtíðarsýn. Ari Teitsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra sparisjóða / Á íslensku

Í framhaldi af  þessum erindum gefst gestum tækifæri til að taka þátt í upplýsandi umræðum um efnið. Umræðum stjórnar Katrín Ragnars.

Myndin er af Annika Lauren

Birt:
18. nóvember 2012
Höfundur:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „Social Banking - Hugmynd & veruleiki“, Náttúran.is: 18. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/11/social-banking-hugmynd-veruleiki/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. nóvember 2012
breytt: 18. nóvember 2012

Skilaboð: