LeonítarÍ nótt, aðfararnótt laugardagsins 17. nóvember, verður loftsteinadrífan Leonítar í hámarki. Samkvæmt skýjahuluspá Veðurstofunnar gæti orðið stjörnubjart við suður og austurströndina. Leonítar eru kallaðir svo vegna þess að þeir virðast koma úr höfði Ljónsins sem er á austurhimni uppúr miðnætti.

Loftsteinadrífan stafar af því að jörðin fer í gegnum leifa af  hala halastjörnunnar Tempel-Tuttle og þegar ryk og smásteindar koma inn í andrúmsloftið á miklum hraða hitna lofsteinarnir og brenna upp og mynda þannig stjörnuhrap. Í svona lofsteinadrífu er lítil hætta á að nokkur þeirra nái til jarðar.

Á Stjörnufræðvefnum má lesa um loftsteindadrífur

Myndin sýnir Leoníta yfir Bandaríkjunum, NASA

Birt:
16. nóvember 2012
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Leonítar í hámarki “, Náttúran.is: 16. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/16/leonitar-i-hamarki/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: