Á fundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins, sem fram fer í Haparanda í Norður-Svíþjóð í dag, var Magnús Jóhannesson valinn framkvæmdastjóri fastaskrifstofu ráðsins sem stofna á í Tromsø Noregi á næsta ári.

Gert er ráð fyrir að Magnús hefji störf í febrúar á næsta ári en hann var valinn úr hópi 36 umsækjenda frá sjö af átta aðildarríkjum Norðurskautsráðsins. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður skrifstofan formlega opnuð eftir ráðherrafund ráðsins næsta vor og er henni ætlað að styrkja starf ráðsins og upplýsingagjöf um málefni norðurslóða.

Magnús Jóhannesson hefur starfað sem ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins frá árinu 1992 og áður sem siglingamálastjóri frá árinu 1985. Magnús er fæddur á Ísafirði.

Birt:
14. nóvember 2012
Höfundur:
Fréttablaðið
Uppruni:
Vísir.is
Tilvitnun:
Fréttablaðið „Magnús Jóhannesson til Norðurskautsráðsins“, Náttúran.is: 14. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/14/magnus-johannesson-til-nordurskautsradsins/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: