Langar þig að breyta bílnum þínum í metanbíl?

Hefur þig dreymt um rafmagnsbíl?

Eiga íbúar á Snæfellsnesi einhverja möguleika hvað varðar vistvænni orkugjafa í samgöngum?

Hvernig geturðu sparað á bílnum sem þú átt nú þegar?

Þriðjudagskvöldið 13. nóvember kl. 19:30 - 22:30 verður haldið málþing í sal Tónlistarskóla Stykkishólms þar sem leitast verður við að fá svör við spurningunum hér að ofan. Íbúar sveitarfélagsins eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn.

Dagskrá:

  • Yfirlit um vistvæna orkugjafa – Sigurður Friðleifsson, Orkusetur
  • Metanvæðing – hver er staðan og hvað þarf til? – Sigurður Ástgeirsson, Metanorka
  • Hvernig breyti ég heimilisbílnum í metanbíl? – Gísli Sverrisson, MeGas ehf.
  • Rafbílavæðing – hver er staðan og hvað þarf til? – Sighvatur Lárusson, Skyndibílar ehf.
  • Vistakstur: eldsneytissparnaður án breytinga á orkugjafa – Karl Ingólfsson,  Landvernd.

Fundarstjóri er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

 

Birt:
7. nóvember 2012
Tilvitnun:
Framkvæmdaráð Snæfellsness og Umhverfishópur Stykkishólms „Málþing um vistvænni samgöngur á Snæfellsnesi“, Náttúran.is: 7. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/07/malthing-um-vistvaenni-samgongur-snaefellsnesi/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: