McKinsey dæmir stóriðjustefnuna úr leik
Nýlega skýrsla McKinsey & Company er afruglari fyrir umræðuna um stóriðju og virkjanir. Enda veitir ekki af í samfélagsumræðunni eins og Egill Helgason bendir á í nýlegum pistli: ,,Hér vaða uppi öfl sem hafa beinlínis að markmiði að rugla, villa og blekkja."
Skýrslan verður vonandi punkturinn fyrir aftan ruglið. Punkturinn fyrir aftan skotgrafahernaðinn, uppnefningarnar, sérhagsmunagæsluna og innihaldsleysið sem Þórður Snær Júlíusson fjallar um í leiðara Fréttablaðsins.
Eitt dæmi um blekkinguna og sérhagsmunagæsluna eru nýleg orð leiðtoga eins stjórnmálaflokksins: „Ísland hefur ekki efni á afturhaldssamri orkunýtingarstefnu.“ Dæmi um uppnefningar hjá sama leiðtoga fyrr á þessu ári: „Öfgamenn í umhverfismálum eru hreinlega að taka orkumál á Íslandi - og þar með verðmætasköpun til langrar framtíðar - í gíslingu.“
Grípum niður í skýrslu McKinsey & Company:
“Capital productivity in the energy sector is the lowest across all sectors of the Icelandic economy. With 25-30% of the capital stock directly or indirectly invested in the energy sector, this is a serious matter for resolution. ... This is indeed detrimental to the overall capital productivity of the Icelandic economy.“
„The Icelandic system generates far lower gross value added per TWh than does Norway (Ísland 3,750 ISK million - Noregur 8,385 ISK million), indicating a major need for a different approach to resource development and power allocation in the future.“
Annað dæmi um innihaldsleysið eru nýleg orð þingmanns í viðtali: ,,Það er engin þjóð sem hefur efni á því að nýta ekki náttúruauðlindir sínar." Þegar hann var spurður að því hverju stóriðjan skilaði í þjóðarbúið og hvort erlend stóriðjufyrirtæki hirtu ekki gróðann sagði hann: ,,Nei, Kolla, þetta er bara grundvallaratriði. Það þarf engar frekari skýringar við. Þetta liggur í augum uppi eins og mynd fyrir framan okkur að það er kallað eftir erlendri fjárfestingu í íslensku atvinnulífi."
En McKinsey & Company segir: „At around 1% of GDP the resource rents from the current power sector are small.Ð
Annar þingmaður sagði nýlega um fyrirhugaða fjölgun virkjana og álvera: „Þarna erum við að nýta auðlind og breyta henni vonandi yfir í vinnu fyrir fjölmarga og vöru sem við síðan flytjum út og sköpum gjaldeyri.“
Grípum aftur niður í skýrslu McKinsey & Company: „Neither energy production nor metal manufacturing are particularly labor intensive industries, the economic value addedd within these industries is thus mainly derived from the return on investments.“
Þeir stjórnmálaflokkar sem ganga til kosninga í vor undir merkjum stóriðjustefnunnar hafa sjálfkrafa dæmt sig úr leik. Þeir eru ómarktækir og úreltir. Stóriðjustefnan er steinrunnin og hættuleg. Hún er hagstjórnarlegt harakírí.
Birt:
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „McKinsey dæmir stóriðjustefnuna úr leik“, Náttúran.is: 5. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/05/mckinsey-daemir-storidjustefnuna-ur-leik/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.