Í viðtali í þættinum Klinkinu á Stöð2 vegna útkomu bókar sinnar „Við stöndum á tímamótum“ segir Magnús Orri Scram að umhverfisstefna gæti verið besta atvinnustefnan. Að óspillt náttúra gæti verið meira virði en ávinningur af eyðileggingu náttúrunnar vegna virkjana. Þessu hefur vissulega verið haldið fram af öðrum en þeirri urmæðu iðulega verið drepið á dreif sem rómantískum hippa draumórum. Páll Jakob Líndal hefur kynnt rannsóknir sem sýnt geta fram á virði óspilltrar náttúru til endurhleðslu starfsorku. Norskar rannsóknir hafa líka sýnt gildi nátturu í baráttu við þunglyndi og þreytu.

Viðtalið við Magnús má sjá hér

Birt:
4. nóvember 2012
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Vísir.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Umhverfisstefna gæti verið besta atvinnustefnan“, Náttúran.is: 4. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/04/umhverfisstefna-gaeti-verid-besta-atvinnustefnan/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: