Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð verður haldinn fimmtudagskvöldið 8. nóvember n.k. í Eyrarkoti, Kjós og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Innganganýrrafélaga
  2. Skýrslastjórnar
  3. Reikningar félagsins lesnir upp og þeir bornir undir atkvæði
  4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
  5. Tillaga að verkefnum næsta árs
  6. Önnur mál

Gestur fundarins verður Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir doktorsnemi í umhverfisheimspeki. Að loknum aðalfundarstörfum mun hún fjalla um hlutverk og stöðu staðbundinna náttúruverndarsamtaka í náttúruverndarbaráttunni á Íslandi og svara fyrirspurnum.

Stutt innlegg verður um niðurstöður mælinga á flúori í lífsýnum búfjár í Hvalfirði.

Félagar eru hvattir til að mæta, taka með sér gesti og taka þátt í umræðunni um hvernig til hefur tekist á öðru starfsári Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð en félagið á tveggja ára afmæli þann 4. nóvember n.k. Einnig munum við ræða áherslur í starfi komandi árs.

Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Kaffi og meðlæti í fundarhléi.

Ljósmynd: Úr Hvalfirði, af vef Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

Birt:
Nov. 1, 2012
Tilvitnun:
Þórarinn Jónsson, Ragnheiður Þorgrímsdóttir „Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð“, Náttúran.is: Nov. 1, 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/01/adalfundur-umhverfisvaktarinnar-vid-hvalfjord/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: