Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð verður haldinn fimmtudagskvöldið 8. nóvember n.k. í Eyrarkoti, Kjós og hefst hann kl. 20:00.
Dagskrá:
- Innganganýrrafélaga
- Skýrslastjórnar
- Reikningar félagsins lesnir upp og þeir bornir undir atkvæði
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
- Tillaga að verkefnum næsta árs
- Önnur mál
Gestur fundarins verður Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir doktorsnemi í umhverfisheimspeki. Að loknum aðalfundarstörfum mun hún fjalla um hlutverk og stöðu staðbundinna náttúruverndarsamtaka í náttúruverndarbaráttunni á Íslandi og svara fyrirspurnum.
Stutt innlegg verður um niðurstöður mælinga á flúori í lífsýnum búfjár í Hvalfirði.
Félagar eru hvattir til að mæta, taka með sér gesti og taka þátt í umræðunni um hvernig til hefur tekist á öðru starfsári Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð en félagið á tveggja ára afmæli þann 4. nóvember n.k. Einnig munum við ræða áherslur í starfi komandi árs.
Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Kaffi og meðlæti í fundarhléi.
Ljósmynd: Úr Hvalfirði, af vef Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.
Birt:
Tilvitnun:
Þórarinn Jónsson, Ragnheiður Þorgrímsdóttir „Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð“, Náttúran.is: 1. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/01/adalfundur-umhverfisvaktarinnar-vid-hvalfjord/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.