Veðurstofa Íslands var að senda frá sér eftirfarandi viðvörun:

Viðvörun vegna illviðris næstu daga
1.11.2012

Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næstu tvo sólarhringa. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvassar vindhviður, allt að 55 m/s, við fjöll, einkum á S-verðu landinu frá Snæfellsnesi til Austfarða. Spáð er talsverðri ofankomu á N- og A-land á föstudaginn.

Ekkert ferðaveður verður næstu tvo sólarhringa, en veður gengur niður seinni part laugardags. Fólk er því beðið um að fylgjast vel með veðurspám.

Í norðanáttinni má reikna með miklum áhlaðanda sjávar og að ölduhæð geti náð 11 metrum norður og austur af landinu. Því eru menn hvattir til að huga að bátum í höfnum og hafa í huga að ísing getur myndast og hlaðist á báta á skömmum tíma.

Vindspá fyrir kl. 9:00 á föstudagsmorgun, sjá gagnvirkt kort Veðurstofunnar á Náttúran.is

Birt:
1. nóvember 2012
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Viðvörun frá Veðurstofu vegna illviðris næstu daga“, Náttúran.is: 1. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/01/vidvorun-fra-vedurstofu-vegna-illvidris-naestu-dag/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: