Vöruleit Náttúrunnar
Vörurleitin á Náttúrumarkaði gefur þér kost á að þrengja leitina til að finna vörur sem uppfylla þær kröfur sem þú gerir til framleiðanda, merkingar eða viðurkenndrar vottunar. Sjá hér til hægri undir Vöruleit á Náttúrumarkaði. Vöruleitin nýtist vel til vistvænna innkaupa opinberra aðila jafnt sem fjölskyldunnar.
Allar vörur sem skráðar eru á Náttúrumarkað koma upp í Vöruleit, hvort sem þær eru til sölu eða einungis skráðar til kynningar. Hver sem er getur óskað eftir skráningu á vöruframboði sínu á Náttúrumarkað og þannig tekið þátt í því að bjóða kaupendum upp á að bera saman breitt úrval af vörum út frá vistvænum sjónarmiðum. Sjá nánar um verð á skráningum hér að neðan.
Auk þess tengjast vörurnar ítarefni um innihaldsefni, umhverfisviðmið, endurvinnsluleiðir auk þess að tengjast fréttum um viðkomandi vöru, framleiðanda og aðra tengda aðila.
F - kubbur fyrir vörur á Náttúrumarkaði - vöruskráningu fylgir auglýsingabirting í slembivali
Verð á 12 mánaða skráningu vöru á Náttúrumarkað:
1 - 3 vörur - skráning á vöru til kynningar 9.800*
4 - 10 vörur - skráning á vöru til kynningar 6.840*
11 vörur eða fl. - skráning á vöru til kynningar 6.600*
*Öll verð í íslenskum krónum, án vsk. 50% afsláttur er af framlengingu skráningar eftir fyrsta árið.
Grafík: Íkon fyrir Vöruleitina og útskýringamynd sem sýnir hvernig tólið virkar. Dæmi: Leitað eftir byggi, gerð krafa um framleiðanda (Móðir jörð) og vottun (lífræna vottun). Guðrún Tryggvadóttir, Signý Kolbeinsdóttir og Einar Bergmundur ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vöruleit Náttúrunnar“, Náttúran.is: 12. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2012/01/16/voruleit-natturunnar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. janúar 2012
breytt: 12. desember 2013