Það fékk ekki mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma þegar breskum vísindamanni, Arpad Pusztai, var sagt upp störfum árið 1998 í kjölfar þess að hann upplýsti að rannsóknir hans og rannsóknarteymis hans frá hinni virtu skosku rannsóknarstofnum Rowett Reseasch Insittute, hefðu sýnt að erfðabreyttar lífverur hefðu valdið skaða á innyflum, meltingartruflunum, minnkaðri tímgunargetu, skertu ónæmi og krabbameini í tilraunadýrum.

Innan 24 stunda frá tilkynningu hópsins, sem gefin var út vegna þeirrar hættu sem hópurinn taldi sig hafa rekist á, var hópurinn leystur upp og sagt upp störfum. Þau höfðu verið að rannsaka áhrif erfðabreyttra kartaflna á rottur og komust að því, þvert á það sem rannsóknin átti að sýna fram á, að Bt eitur sem erfðabreytt kartaflan framleiddi reyndist síður en svo skaðlaust við átu. Því þótti þeim ástæða til að vara þegar við hættunni sem við blasti. Læti urðu í erfðabreytta iðnaðarsamfélaginu og hjá skjólstæðingum þess sem urðu til þess að hópur Pusztai missi stöður sinar við kennslu og rannsóknir.

Hinar þögguðu niðurstöður Pusztai hafa nú verið endurteknar í rannsóknum Seralaini og eins rannsóknum Hussein Kaoud við háskólann í Kaíró. Hann fóðraði níu hópa af rottum á mismunandi blöndum af erfðabreyttu soyja, maís, hveiti og canola oliu og komst að því að áhrifin á tiraunadýrin væru veruleg.

„Ég skráði breytingar í nokkrum líffærum, minnkun nýrna, breytingar á lifur og mænu, sýkingar í vefjum, nýrnabilun og blæðingar í görnum,“ segir Kahoud um áhrif erfðabreytta fóðursins á tilraunadýrin. „Heilastarfsemi breyttist líka, minni og hæfileika rottanna til að læra hrakaði mjög“

Niðurstöðu Kahouds verða birtar innan tíðar í Neurotoxilogy og Ecotoxilogy og það verður spennandi að sjá hver viðbrögðin verða. Reynt hefur verið að rægja rannsóknir Seralini og snýst gagnrýnin aðallega um hártoganir á aukaatriðum rannsóknarinnar. Svo búast má við þvi að erfðabreytti iðnaðurinn ráðist á Kahoud eins og aðra.

Heimildir:

Naturalnews

http://www.egyptindependent.com
http://www.naturalnews.com
http://www.responsibletechnology.org/gmo-dangers

Birt:
25. október 2012
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Vísindamenn reknir vegna sannleikans“, Náttúran.is: 25. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/25/visindamenn-reknir-vegna-sannleikans/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: