Í ensku er orðatiltæki sem segir: I hate to tell you I told you so. Og notað af þeim sem vara við einhverri viltleysu eða röngum álvörðunum. Nú eru þessi viðbrögð á tungubroddi þeirra sem hafa gegnum árin gagnrýnt stefnu og vinnubrögð fyrirtækja eins og OR. Sama var uppi á teningnum þegar Landsvirkjun viðurkenndi hæpnar viðskiptaforsendur fyrir Kárahnjúkavirkjun. Sem andstæðingar þeirrar framkvæmdar höfðu þó alla tíð haldið fram og var borðleggjandi. En það var gert grín að þeim og sagt að þeir hefðu ekki forsendur til að meta slíkt þar sem þeir þekktu ekki söluverð orkunnar.

Samt kom í ljós að þetta var rétt. Þetta var búið að segja.

Nú er svipað uppi á teningnum hjá Orkuveitunni, skýrslan um starfssemina flettir, enn og aftur, ofan af mörgu sem sem náttúruverndarfólk og aðrir höfðu varað við og gagnrýnt. Auðvitað var ekki hlutstað. Hellisheiðarvirkjun var opnuð með pompi og prakt en á sama tíma voru embættismenn á leiðinni til að stöðva reksturinn þar sem láðst hafði að sækja um starfsleyfi.

Auðvitað vark kippt í spotta og það lagað. Undanþága fengin hjá æðstu yfirvöldum sem vildu frekar fá að skófla í sig snittum en láta trufla sig með slíkum smámunum. ( Á svipuðum tíma voru heilu kvenfélögin nánast handtekin fyrir að selja múffur til góðgerðarmála )

Samningur OR við Ölfus, eða öllu heldur Þorlákshöfn, var gagnrýndur þar sem OR greiddi sérstaklega fyrir fljóta fyrirgreiðslu hjá sveitarstjórninni. Þar var borið fé á stjórnvöld og OR fékk nánast bara lánaðan stimpil til að fara sínu fram. Samið var ýmsa aðra þætti sem komu sér illa fyrir íbúa Ölfuss utan Þorlákshafnar.

Þeim sem gerðu athugasemdir var bandað í burtu eins og óþekkum krökkum. Undirritaður sendi sveitrstjóra formlega fyrirspurn í tvígang sem enn hefur ekki verið svarað. Árum síðar.

Er ekki kominn tími á að þeir sem sátu í embættum á vegum sinna sveitarfélaga og innan þessara fyrirtækja og léku þennan ljóta leik taki pokann sinn? Biðji þá sem betur vissu afsökunnar á heimsku sinni og spillngu og verði sér úti um nýjar og betri upplýsingar um hvernig starfa á í sómakæru samfélagi?

Myndirnar tók Guðrún Tryggvadóttir við formlega opnun Hellisheiðavirkjunar

Birt:
12. október 2012
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Þetta var ég búinn að segja“, Náttúran.is: 12. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/12/thetta-var-eg-buinn-ad-segja/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: