Friðaverðlaun Lennon og Ono
Í dag fór farm afhending viðkurkenninga úr sjóði LENNONONO GRANT FOR PEACE, eða friðverðlauna LennonOno sem afhent eru annaðhvort ár á afmælisdegi John Lennon. Á sama degi er kveikt á friðarsúlunni í Viðey sem Yoko Ono lét reisa til minningar um mann sinn.
Að þessu sinni hlutu fimm aðilar viðurkenningu; Lady Gaga, Rachel Corrie, John Perkins, Christopher Hitchens og hljómsveitin Pussy Riot en hluti hennar situr í fangelsi í Rússlandi fyrir meint ólæti á almannafæri.
Á síðu sjóðsins Imagine Peace, má sjá umfjöllun um vinningshafana en í stuttri útgáfu fengu þessir aðilar viðrukenningu fyrir:
Lady Gaga er einn vinsælasti listamaður okkar tíma en hún er líka aðgerðasinni og hefur notað frægð sína til að berjast fyrir réttindum minnihlutahópa. Hún lætur verðlaunin renna til sjóðs Elton John til baráttu við HIV meðal ungra minnihlutahópa í BNA.
Rachel Corrie létst 16. mars 2003 er ísraelsk jarðýta ók viljandi yfir hana þar sem hún mótmælti aðgerðum Ísraelskra yfirvalda í Palestínu. Í kjölfarið var stofnaður sjóður sem styður við baráttu fyrir réttlæti og friði í Palestínu og víðar.
Leikrit hefur verið gert um andlát hennar og aðdraganda þess, það var sýnt hér á landi fyrir skemmstu. Verðlaunaféð rennur í Rachel Carri Foundation for Peace and Justice.
John Perkins er einna þekktastur fyrir bók sína Confessions of an economical hitman en hann vinnur nú að því að útbreiða hugmyndir um sjálfbærni og jafnvægi á vegum tveggja stofnana sem hann kom á legg; Dream Change og The Pachamama Alliacnce sem munu njóta verðlaunafjárins.
Minning Christopher Hitchens var einnig heiðruð en hann var þekktur m.a. fyrir bókina God is not great en einnig fyrir skrif sín fyrir The Atlantic, The Nation, Vanity Fair, The Daily Mirror og fleiri. Verðlaun hans renna til líknarfélaga.
Pussy Riot þarf vart að kynna en þær hljóta verðlaun fyrir baráttu sína gegn spillingu og óréttlæti í heimalandi sínu, Rússlandi. En þar situr hluti hópsins í fangelsi og aðrar hafa yfirgefið Rússland. Þeim veitir örugglega ekki af fénu til að verjast fyrir dómstólum.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Friðaverðlaun Lennon og Ono“, Náttúran.is: Oct. 9, 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/09/fridaverdlaun-lennon-og-ono/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.