Heilsuhelgin „Healing the healers“ hefur verið haldin árlega sl. 7 ár, að einu ári undanskildu, á Hótel Kríunesi við Elliðavatn. Heilsuhelgin hefst föstudaginn 5. október kl. 17 og lýkur sunnudaginn 7. október kl. 11:00.

Þar mætast heilbrigðisstarfsmenn, meðferðaraðilar, fagaðilar og áhugafólk til að fjalla um heilsu og vellíðan og næra sál og líkama. Á meðal þáttakenda í ár eru genalíffræðingurinn John Wong frá Singapore. Hann veiktist ungur og lamaðist frá hálsi og  niður og varð auk þess blindur. Hann var ekki talinn  eiga neina möguleika á að læknast en í rólegheitunum tók hann málin í sínar hendur og mun segja frá reynslu sinni á Heilsuhelginni. 

Rick Patterson predikari frá Bandaríkjunum er kraftmikill fyrirlesari og heilari sem heimsækir heilsuhelgina í fjórða sinn til að deila þekkingu sinni og lífsviðhorfum.

Þáttakendur heilsuhelgarinnar hlýða ekki einvörðungu á fyrirlestra heldur bregða á leik með gleði, Qigong æfingum og prófa meðferðir hvert á öðru. Sjá nánar um dagskrána á heilsuhelgi.com.

Allir sem áhuga hafa á heilsu og vellíðan eru velkomnir að taka þátt. Nánari upplýsingar um námskeiðsgjöld og skráningar í síma 8987522

Birt:
3. október 2012
Tilvitnun:
Anna Katrín Ottesen „Einstök heilsuhelgi“, Náttúran.is: 3. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/03/einstok-heilsuhelgi/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: