World Animal Day - Alþjóðlegi dagur dýranna var skilgreindur á ráðstefnu vistfræðinga í Flórens á Ítalíu 1931. Markmiðið í upphafi var að vekja athygli á dýrategundum í útrýmingarhættu. 4. október var valinn af þvi að hann er hátíðardagur verndardýrlings dýranna, heilags Frans frá Assisi. Þann dag opna kirkjur um allan heim dyr sínar fyrir dýrunum til að veita þeim blessun.

Frá upphafi hefur Alþjóðlegi dagur dýranna verið haldinn hátíðlegur í því skyni að votta dýrum og velunnurum þeirra virðingu. Þó fyrirkomulag hátíðarhaldanna sé mismunandi eftir löndum eru þau ávallt óháð þjóðerni, trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum.

Dagskrá Alþjóðlega dags dýranna þ. 4. október í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 20.00 - 21.15:

  • Inngangsorð: Árni Stefán Árnason, sendiherra World Animal Day á Íslandi
  • Tónlist: Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari
  • Ljóðalestur: Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður les
  • Tónlist: Ragnheiður Gröndal, söngkona
  • Kattasamsærið: Guðmundur Brynjólfsson les úr samnefndri bók sinni
  • Tónlist: Bræðrabandið
  • Erindi um verndardýrling dýranna, heilagan Frans frá Assisi: Linda Rán Ómarsdóttir, djáknakandidat
  • Tónlist: Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona
  • Ljóðalestur: Kristján Hreinsson, ljóðskáld les úr ljóðum sínum
  • Tónlist: Margrét Eir Hjartardóttir, söngkona
  • Dýrasaga: Ragnheiður Elín Clausen les
  • Bænastund: Bryndís Valbjarnardóttir, prestur flytur bæn fyrir dýrum

Sjá nánar á dagurdyranna.is.

Birt:
1. október 2012
Tilvitnun:
Árni Stefán Árnason „Alþjóðlegur dagur dýranna 2012“, Náttúran.is: 1. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/01/althjodlegur-dagur-dyranna-2012/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: