Græna netið - Opinn fundur með Svandísi Svavarsdóttur
Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina stendur fyrir opnum fundi um Rammaáætlun og ný náttúruverndarlög í kvöld, mánudaginn 1. október kl. 20.00 á Hallveigarstíg 1. Sérstakur gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem mun fjalla um tvö mikilvæg mál á málasviði nefndarinnar og taka þátt í umræðum um stöðu þeirra og ferlið framundan í þinginu. Annars vegar munum vera rætt um Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og hinsvegar ný náttúruverndarlög sem byggja m.a. á Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem gefin var út á síðasta ári.
Dagskrá:
- Rammaáætlun, staða málsins og ferlið framundan
- Ný náttúruverndarlög
- Önnur mál sem nefndarmenn vilja taka fyrir
- Næstu skref í nefndarstarfinu
Nefndarmönnum af landsbyggðinni er boðið að taka þátt með notkun fjarfundarbúnaðar - hafið samband við skrifstofuna í síma 4142200. Nefndarfólk í umhverfisnefnd er einnig hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum um þessi mikilvægu mál, sem munu hafa áhrif á stefnumótun Samfylkingarinnar fyrir næsta landsfund Samfylkingarinnar.
Ljósmynd: Faxi í Tungnafljóti, ljósm. Árni Tryggvason.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir „Græna netið - Opinn fundur með Svandísi Svavarsdóttur “, Náttúran.is: 1. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/01/graena-netid-opinn-fundur-med-svandisi-svavarsdott/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.