Það er sá tími, þegar fé er smalað til rétta á haustin af fjalli. Réttir mun merkja nokkuð svipað og rekstur. Nokkuð var og er misjafnt eftir byggðarlögum, hvenær réttir hófust, en lengi vel var miðað við föstudaginn eða fimmtudaginn í 21. Viku sumars. Sumstaðar er þó miðað við ákveðinn mánaðardag. Göngur og réttir eru svo yfirgripsmikið og fjölbreytilegt efni, að það er utan við ramma þessa bæklings.

Birt:
6. september 2013
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Réttir“, Náttúran.is: 6. september 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/rttir/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: