Hreinsum hraunin á degi íslenskrar náttúru!
Hraunvinir, félag áhugamana um byggðaþróun og umhverfismál í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, hafa boðað aftur til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík. Átakið er unnið í samvinnu við grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða. Sambærilegt átak var fyrir ári og tókst með afbrigðum vel.
Hreinsunarátakið hefst föstudaginn 14. september með þátttöku grunnskólabarn í þremur skólum í Hafnarfirði, en allur almenningur er hvattur til þátttöku á laugardainn og sunnudaginn k. 13:00.
Farið er inn á svæðið af Reykjanesbraut og inn á gamla Keflavíkurveginn, beint á móti fjárhúsum við Lónakot, norðan við Reykjanesbrautina við akrein að Hvassahrauni og síðan til baka að gamla Keflavíkurveginum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hreinsum hraunin á degi íslenskrar náttúru!“, Náttúran.is: 13. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/13/hreinsum-hraunin-degi-islenskrar-natturu/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.