Loksins not fyrir gömlu disketturnar!
Hver man ekki eftir þeim gömlu góðu tímum þegar disketturnar voru allsráðandi? Fólk getur verið ansi sniðugt við endurnýta og afhverju ekki að dusta rykið af gömlu diskettunum og nota þær loksins í eitthvað nothæft?
Instructables er með leiðbeiningar um það hvernig búa megi til flotta tösku úr diskettum. Sjá hér . Það virðist hægt að koma nóg af dóti fyrir í henni!
Ef þig langar í flotta handtösku þá er þetta málið.
Hægt er að búa til margt sniðugt úr diskettum. Sniðugt er að búa til pennastand úr diskettum.
Það sem mér finnst þó langsniðugast er minnisbókin.
Þetta kalla ég að endurnýta!
Ýtið á viðeigandi linka til að fá nánari útskýringar á því hvernig eigi að endurnýta disketturnar.
Tekið af Treehugger.com og Instructables.
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Loksins not fyrir gömlu disketturnar!“, Náttúran.is: 10. september 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/28/loksins-not-fyrir-gmlu-disketturnar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. júní 2007
breytt: 10. september 2012