Matreiðslunámskeið NLFR
Matreiðslunámskeiðið „Grænt og gómsætt, hollustan í fyrirrúmi“ með Þorkeli kokki verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði næstkomandi laugardag, þann 8. september 2012.
Á námskeiðin verða matreiddir í sýnikennslu girnilegir, hollir grænmetis- og baunaréttir og gómsætur eftirréttur. Í lokin er síðan sameiginlegt borðhald.
Kennt er frá kl. 13:00 - 16:00 og kostar 4.000 kr. fyrir félagsmenn en 5.000 kr. fyrir þá sem standa utan NLFR. Þátttakendur fá jafnframt frítt í baðhús HNLFÍ.
Skráning á námskeiðið fer fram í nlfi@nlfi.is og í síma 552-8191 frá kl 10:00-12:00.
Birt:
4. september 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matreiðslunámskeið NLFR“, Náttúran.is: 4. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/04/matreidslunamskeid-nlfr/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.