Oddný Anna vekur athygli á óvandaðri umfjöllun fjölmiðla um lífræna ræktun
Hvers vegna nota íslenskir fjölmiðlar hvert tækifæri sem gefst til að draga úr trúverðugleika og draga niður lífræna ræktun? Þegar rannsóknir sýna fram á eitthvað jákvætt við lífræna ræktun er ekki minnst á þær einu orði.
Markmiðið með lífrænni ræktun er að framleiða mat á náttúrulegan og umhverfisvænan hátt með velferð búfjár að leiðarljósi og fjölmiðlar gera hvað þeir geta til að koma höggi á þessa jákvæðu hugmyndafræði. Sem móðir barna sem vill ekki að greinist með leifar tuga, jafnvel hundruða, skaðlegra efna í þvagi og hundruða í blóði úr naflastreng þegar þau fæðast þá fallast mér hendur. Sjá , t.d. http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=newborn-babies-chemicals-exposure-bpa
Ástæða þess að mér fannst ég knúin til að setja inn þennan pistil er eftirfarandi frétt á visir.is: http://www.visir.is/lifraent-raektud-matvaeli-ekki-hollari-en-thau-hefdbundnu/article/2012120909679
Það er óásættanlegt og afar ófaglegt þegar fréttamiðlar hraðsjóða fréttir upp úr erlendum greinum og setja ekki inn link á upprunalegu greinarnar en umfjöllun um þessa rannsókn má m.a. finna hér: http://www.nytimes.com/2012/09/04/science/earth/study-questions-advantages-of-organic-meat-and-produce.html?_r=2&hp
...og varðandi þá grein og hvernig hún er sett fram þá má ekki gleyma umhverfisáhrifunum (sem eru þó aðeins nefnd) og dýravelferðinni sem er gríðarlega mikilvægur þáttur í lífrænni hugmyndafræði sem gleymist mjög oft.
Ég vil sérstaklega benda á eftirfarandi málsgrein úr NY Times greininni:
„The study’s conclusions about pesticides did seem likely to please organic food customers. Over all, the Stanford researchers concluded that 38 percent of conventional produce tested in the studies contained detectable residues, compared with 7 percent for the organic produce. (Even produce grown organically can be tainted by pesticides wafting over from a neighboring field or during processing and transport.) They also noted a couple of studies that showed that children who ate organic produce had fewer pesticide traces in their urine.“
Við megum ekki gleyma því að þessi eiturefni eru þekktir krabbaeinsvaldar, taugaeitur og hormónatruflandi. Og ef 38% af því grænmeti og ávöxtum sem Bandaríkjamenn neyta hefur leifar af þessum hættulegu efnum... hvaða áhrif skyldi samsetning leifa hundruða efna hafa á okkur til lengri tíma... sérstaklega börn og fóstur. Einnig kemur fram að vegna mengunar frá „hefðbundinni“ ræktun (eitrið berst með vindi yfir á lífrænu akrana) mælast 7% lífrænna ávaxta og grænmetis með einhverjar leifar. Það þýðir að því stærra hlutfall sem lífræn ræktun verður því minna verður um slíkt.
Annað sem er mikilvægt og kom fram í greininni:
„Dr. Bravata agreed that people bought organic food for a variety of reasons — concerns about the effects of pesticides on young children, the environmental impact of large-scale conventional farming and the potential public health threat if antibiotic-resistant bacterial genes jumped to human pathogens. “Those are perfectly valid,” she said.
The analysis also did not take factors like taste into account.“....og:
Hvar lásu þeir sem þýddu greinina að einungis „nokkrar af þessum rannsóknum hafi sýnt..."
Í greininni stóð:
„The study also found that organic milk contained more omega-3 fatty acids, which are considered beneficial for the heart."
Þetta er mjög mikilvægt því hefðbundin mjólk, auk lyfja- og hormónaleifa, inniheldur allt of hátt hlutfall omega 6. Þetta með hærra hlutfall omega-3 fitusýra í lífrænni mjólk er má segja óumdeilanlegt og margsannað. Sama á við um ákveðin vítamín og steinefni.
En umfram allt, hvernig farið er með dýrin í verksmiðjuframleiðslu er nóg til að sífellt fleiri kjósi lífrænt kjöt... vilji ekki borða kjöt af dýrum sem hafa búið við ömurlegar og óheilbrigðar aðstæður, í þau dælt sýklalyfjum, hormónum og þeim gefið lággæða fæði sem þeim er ekki eðlislægt að éta og veldur þeim allskyns heilsuvandamálum. Enda stóð í greininni:
„Organic chicken and pork were less likely to be contaminated by antibiotic-resistant bacteria"
Læt fylgja eitt dæmi um slíkan búskap þar sem greinin kemur frá Bandaríkjunum. http://newsfeed.time.com/2011/06/29/undercover-video-gives-the-dirt-on-pigs-in-factory-farms
Hér má finna samantekt yfir rannsóknir sem hafa sýnt fram á ávinninginn af lífrænni ræktun: http://www.natturan.is/greinar/6202/
Ljósmyndir. Efst; Greinarhöfundur Oddný Anna Björnsdóttir. Næstefst; Kartöflugras, hvítkál og bygggras í lífrænum garði G.A.T. Næstneðst; Hindber í lífrænum garði G.A.T. Neðst; svín við góðan aðbúnað í Slakka. Ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Oddný Anna Björnsdóttir „Oddný Anna vekur athygli á óvandaðri umfjöllun fjölmiðla um lífræna ræktun“, Náttúran.is: 4. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/04/oddny-anna-vekur-athygli-ovandadri-umfjollun-fjolm/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.