Síðan 2020.is (tuttugututtugu.com) hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál. Síðan er eign Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. (Environice). Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann tíma.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður 2020.is er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur í Borgarnesi, en hann ritstýrði á sínum tíma „Orðum dagsins“ á heimasíðu Staðardagskrár 21 á Íslandi. Vefsíðan 2020.is hefur sama megintilgang og „Orð dagsins“, þ.e. að fræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun með einföldum og auðskildum hætti. Fræðsla er forsenda þekkingar – og þekking er forsenda framfara í umhverfismálum.

„Orð dagsins“ birtust reglulega á heimasíðu Staðardagskrár 21 á Íslandi frá því í lok ágúst 1999 og til ársloka 2009, samtals í 1.544 skipti. Staðardagskrárverkefninu lauk í árslok 2009 og eftir það var síðunni lokað. „Orðin“ höfðu jafnan að geyma „orð, tilvitnanir, hugmyndir og vangaveltur til að staldra við í erli dagsins“, eins og það var orðað í kynningu efst á síðunni. Þarna voru nánar tiltekið á ferðinni stuttir fréttapunktar, oftast ættaðir af erlendum vefsíðum, um umhverfismál og sjálfbæra þróun, ásamt tenglum á ítarlegri umfjöllun. Sérstaða „Orðanna“ fólst einkum í því hversu auðfundnar og skiljanlegar upplýsingarnar voru. Þetta byggði á faglegri umsjón þar sem mikil áhersla var lögð á að birta aðeins upplýsingar frá traustum heimildum og að færa upplýsingarnar í það form að hentaði sem flestum.

  • Ritstjórnarstefna 2020.is lýtur eftirfarandi meginreglum:
  • Hver færsla 5-15 línur að jafnaði.
  • Stuttar tilvitnanir eða útdrættir úr nýjum eða nýlegum fréttum, sem ekki hafa birst áður í íslenskum fjölmiðlum svo vitað sé, (með örfáum undantekningum).
  • Val og túlkun byggð á faglegu mati á áreiðanleika og mikilvægi.
  • Skýrt og alþýðlegt málfar.
  • Aðlagað íslenskum aðstæðum.
  • Byggt á traustum heimildum.
  • Heimilda getið og birtur virkur tengill á þær.
  • Heimildir aðgengilegar á html- eða pdf-formi, án lykilorðs.
  • Ein færsla á dag, 15 daga í mánuði að jafnaði.
  • Einkennandi mynd fylgir alla jafna (í hægri jaðri).

Síðan 2020.is (tuttugututtugu.com) er alfarið kostuð af eiganda síðunnar og er óháð hagsmunaaðilum.

Hér á vef Náttúrunnar birtast nú stöðugt tenglar á alla pistla Stéfáns á 2020.is, í þættinum Fréttir frá: hér neðarlega t.h. á síðunni.

Birt:
2. september 2012
Tilvitnun:
Stefán Gíslason, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „2020 - Umhverfisfróðleikur dagsins“, Náttúran.is: 2. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/02/2020-umhverfisfrodleikur-dagsins/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: