Uppskeruhátíð býflugnabænda* verður haldin í veitingatjaldi í Fjölskyldu og húsdýragarðinum laugardaginn 1. september milli kl 14:00 og 16:00.

Býflugnabændur af sunnanverðu landinu kynna býflugnarækt og koma með sýnishorn af uppskeru sumarsins. Þeir munu gefa gestum að smakka eigin framleiðslu af hunangi sem verður slengt beint úr búinu á staðnum. Einnig verður takmarkað magn af íslensku hunangi til sölu.

Sýndar verða lifandi býflugur í sýningarbúri og að auki gefst gestum tækifæri á að skoða og fræðast um býflugnabúið í garðinum. Kynnt verður efnið bývax og hvað hægt er að vinna úr því svo sem krem og kerti.  Einnig verður ýmis útbúnaður tengdur býflugnarækt sýndur.

*Sjá nánar um Bý, Býflugnaræktendafélag Íslands hér á Grænum síðum.

Ljósmynd: Býfluga á kamillublómi í Ölfusi, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
29. ágúst 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Uppskeruhátíð býflugnabænda“, Náttúran.is: 29. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/29/uppskeruhatid-byflugnabaenda/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. apríl 2014

Skilaboð: