Net undir túnþökum

Þessar myndir eru teknar í Mosfellsbæ á útivistarsvæði sem nýlega var tyrft. Á þeim má greinilega sjá að plastnet undir þökunum stendur út í loftið og veldur hættu fyrir dýr, fugla  og ekki síst börn. Eins er þetta með afbrigðum ljótt að sjá.

Þótt netið gegni örugglega hlutverki við meðhöndlun á túnþökunum á meðan þær eru fluttar ætti að vera hægt að fjarlægja netið við lagninu þeirra. Eða nota net úr efni sem brotnar niður í náttúrunni á skemmri tíma en plastið. Það liggur ekki fyrir hvaða plast er í þessu neti en ætla má að niðurbrotið sé mælt í tugum ára að minnsta kosti eða jafnvel öldum.

Verktaka væri í lófa lagið að skera burt enda sem standa undan þökunum og skila þannig af sér þrifalegu verki.

Plast er mengandi og hefur slæm áhrif á náttúruna. T.d. hefur það hormónabreytandi áhrif sem geta valdið því að sumar tegundir þróa ekki karlkyns einstaklinga og verður þannig til þess að dýrategundir deyja út á menguðum svæðum.

Ljósmynd: Kristján E. Karlsson

Birt:
Aug. 28, 2012
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Slysagildra, mengun og sóðaskapur“, Náttúran.is: Aug. 28, 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/28/slysagildra-mengun-og-sodaskapur/ [Skoðað:Feb. 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: