Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að ef fólk vill gera sitt til að berjast gegn loftslagsbreytingum ætti það að hafa einn kjötlausan dag í viku. Dr. Rajendra Pachauri, formaður nefndarinnar, segir breytingarnar á mataræðinu mikilvægar vegna mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda frá nautgriparækt, sem og ræktun annarra dýra. „Það er frekar auðvelt að breyta mataræðinu borið saman við að breyta t.d. ferðamáta fólks,“ sagði Pachauri. Talið er að um fimmtungur losunar á gróðurhúsalofttegundum í heiminum komi til vegna landbúnaðar, bæði vegna fóðurframleiðslu og einnig vegna þess að kýr losa metangas út í andrúmsloftið. Guardian greindi frá.
Birt:
9. september 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Leggur til minna kjötát til að sporna gegn loftslagsbreytingum“, Náttúran.is: 9. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/09/leggur-til-minna-kjotat-til-ao-sporna-gegn-loftsla/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. ágúst 2012

Skilaboð: