Í júní sl. birtist fyrst í breska slúðurblaðinu Mail on Sunday frétt þess efnis að hinn sigursæli iPod frá Apple væri framleiddur við ómannúðlegar aðstæður eða öllu heldur í „þrælabúðum“ (sweatshops) í Kína. Apple gekk strax í að rannsaka málið upp á eigin spýtur. Rannsókn þeirra leiddi ekki í ljós að um þrælabúðir í þeim skilningi væri að ræða en þó kom á daginn að aðbúnaður verkafólks í verksmiðjunum sem um ræðir voru ekki í samræmi við starfsreglur (Supplier Code of Conduct) þær sem Apple setur. Þó að lög um öryggi verkamanna og öll framleiðsluumgjörð í mörgum þeim löndum er framleiða tæknibúnað fyrir hinn vestræna heim sé þekkt fyrir að vera ekki í samræmi við vestræn lög, þá er það nýtt af nálinni að APPLE sé bendlað við að versla við aðila sem ekki uppfylli ströngustu skilyrði.
Þetta er neyðarlegt fyrir tölvurisann APPLE sem hefur um árabil unnið að því að byggja upp ímynd hins metnaðarfulla og nútímlega þenkjandi fyrirtækis, bæði á sviði mannúðar og umhverfisábyrgðar.
Sjá frétt á Apple.com frá 17. 08. 2006.


Birt:
Sept. 10, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „APPLE borgar fyrir ódýra vinnuaflið“, Náttúran.is: Sept. 10, 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/apple_odyrtvinnuafl/ [Skoðað:May 29, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: Aug. 23, 2012

Messages: