Uppskeruhátíð Grasagarðs Reykjavíkur
Árleg uppskeruhátíð Grasagarðs Reykjavíkur verður haldin laugardaginn 25. ágúst kl. 13:00 - 15:00. Garðyrkjufræðingar og annað starfsfólk garðsins kynna ræktun, nýtingu og geymslu mat- og kryddjurta.
Einnig mun Einar Logi Einarsson grasalæknir fræða gesti um lækningajurtir og áhrif þeirra en í nytjajurtagarði Grasagarðsins eru, auk grænmetis og kryddjurta, ræktaðar lækningaplöntur.
Gestum verður boðið að bragða á nýuppteknu grænmeti úr garðinum, ljúffengri grænmetissúpu og grasatei úr lækningajurtum.
Sjá Grasagarð Reykjavíkur hér á Grænum síðum.
Birt:
23. ágúst 2012
Tilvitnun:
Hildur Arna Gunnarsdóttir „Uppskeruhátíð Grasagarðs Reykjavíkur“, Náttúran.is: 23. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/22/uppskeruhatid-grasagards-reykjavikur/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. ágúst 2012