Skiptbokamarkadur.is er hugsaður sem sameiginlegur skiptibókamarkaður fyrir nema í framhalds- og háskólum þar sem hægt er að auglýsa bækur til sölu, eða óska eftir þeim, milliliða- og kostnaðarlaust.

Þeir sem vilja selja/óska eftir bók skrá sig inn á síðuna og geta síðan skráð viðkomandi bók í framhaldinu. Þeir notendur sem eru að leita sér að bók geta annaðhvort valið bókina eftir því hvaða skóla og fagi bókin er skráð í, eða þá einfaldlega notað leitarhnappinn og sett inn t.d. titil á bók eða höfund.

Að endurnýta bækur sparar auðlindir og er því umhverfisvænt auk þess sem að mikill sparnaður er í því að kaupa frekar notaðar en nýjar bækur.

Sjá nánar á Skiptibokamarkadur.is.

Birt:
21. ágúst 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skiptibókamarkaður á netinu“, Náttúran.is: 21. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/21/skiptibokamarkadur-netinu/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: