Blþ er eins og kadmíum og kvikasilfur talið eitt af hættulegustu eiturefnum í þjóðfélaginu í dag þar sem það er frumefni og eyðist aldrei úr náttúrunni. Notkun þess hefur hins vegar á seinustu árum minnkað mjög mikið sérstaklega eftir að hætt var að setja blý í bensín.

Heilsuáhrif

Blþ getur haft áhrif á miðtaugakerfið, og haft í för með sér neikvæð áhrif á og þróun greindar og skilningsvita og persónuleika fólks og eru fóstur og smá börn sérstaklega viðkvæm. Önnur einkenni eru hár blóðþrýstingur og aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum hjá fullorðnum. Einkenninn eru talin koma í ljós við tiltölulega fljótt eða þegar blýmagnið er um 100 µg blý/lítra blóði eða fyrr (börn og fóstur eru mikið viðkvæmari). Sem dæmi má nefna að áður en blý var bannað í bensíni á norðurlöndum var meðalmaðurinn með um 60 µg blý í lítra blóði en það hefur nú lækkað í um 20 µg.

Viðmiðunarmörk

FAO/WHO hefur sagt að viðmiðunarmörkin fyrir barn sé um 25 µg blý á hvert kíló líkamsþyngd á viku sem samsvarar um 50 µg/dag fyrir barn sem vegur 15 kg. Mörkin fyrir fullorðna er hærri eða um 50 µg blý/kg líkamsþyngd á viku eða 200-250 µg/dag. Um miðjan 10 áratuginn (þ.e eftir að blý var bannað í bensíni) var meðalinntaka blýs talin vera um 15-20 µg/dag í t.d. Svíþjóð með fráviki upp til 100 µg/dag.

Blþ í samfélaginu

Helsta uppspretta blýs í samfélaginu var lengi vel blý úr bensíni. Nú er blý notað í vissum raftækjum og rafgeymum, skothöglum, litarefnum og málningu, pvc plasti og hugsanlega í niðursuðudósum og vissum lituðum vínflöskum. Það tvennt síðastnefnda á að vera að mestu eða öllu leyti horfið í dag.

Birt:
28. mars 2007
Höfundur:
Tilvitnun:
NA „Blý“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. ágúst 2012

Skilaboð: