Má bjóða þér að ganga í bæinn á Menningarnótt? Kíkja í vöfflur í Þingholtunum, læra tangó á Hótel Borg, fara á tónleika í Hörpu, þiggja heimboð í Ráðhúsinu, dansa salsa á Lækjartorgi, fá faðmlag á Laugaveginum, fara í menningargöngu um Skólavörðuholtið, taka þátt í götu- og garðveislum eða litlum listahátíðum sem leynast víðsvegar í miðborginni? Kynntu þér dagskrána hér á síðunni og fylgstu með því nýir viðburðir bætast við dagskrána á hverjum degi!

Menningarnótt verður haldin í sautjánda sinn þann 18. ágúst næstkomandi. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.

Allt um Menningarnótt er að finna á menningarnott.is.

Allla menningarstaði í Reykjavík er að finna hér á Græna Íslandskortinu.

Birt:
16. ágúst 2012
Uppruni:
Reykjavíkurborg
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gakktu í bæinn á Menningarnótt 2012“, Náttúran.is: 16. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/16/gakktu-i-baeinn-menningarnott/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: