Tíu leiðir til að endurnýta notaða tepoka
Fyrir okkur sem er umhugað um umhverfið og líður óþægilega að henda allskyns hlutum og úrgangi í ruslatunnuna eru tíu hugmyndir um hvernig hægt er að endurnýta notaða tepoka.
Einn bolli (eða tveir, eða þrír, eða fjórir) af tei á dag býr til lítið fjall af notuðum tepokum. Eftir að ketillinn er löngu orðinn kaldur og þú ert búinn að njóta tesins, hvað gerirðu þá við tepokann? Í staðinn fyrir að henda honum geturðu prófað einhverja (eða jafnvel allar) aðferðir hér að neðan til að endurnýta tepokann.
1. Gefur húðinni raka
Húðin okkar getur fengið jafn mikið úr tei og bragðskynið okkar. Í staðinn fyrir að setja baðsölt í baðið er hægt að láta renna vatn í baðkarið eftir að hafa látið notaða tepoka ofan í. Þannig er hægt að slaka á og njóta lyktarinnar og endurnýja húðina í leiðinni. Telaufin hjálpa til við að endurnýja þurra húð og gera hana silkimjúka eftir marga sólríka daga. Andoxunarefnin í grænu tei eru sérstaklega góð til að endurnýja húðina.
2. Brýtur niður fitu
Matarsódi er ekki eini fitubaninn sem fyrirfinnst í eldhúsinu. Hægt er að fylla eldhúsvaskinn af heitu vatni og notuðum tepokum. Síðan eru fitugir pottar og diskar settir ofan í vaskinn. Tannin efnin í teinu brjóta niður fituna á methraða. (Ekki segja matarsódanum.)
3. Gefur plöntunum næringu
Notuð telauf eru afbragðs næring fyrir hungraðar plöntur. Opnaðu notaðan tepoka og stráðu innihaldinu yfir moldina eða bættu því við moltuna. Rósum og burkna líkar sérstaklega vel við tannin efnin í tei. Einnig geturðu hjúkrað veikum plöntum og gert þær heilbrigðar með því að vökva þær með tví-uppáhelltu tei.
4. Róar þreytt augu
Þessi aðferð er gömul og góð. Settu kalda tepoka á augun í ca. 10 mínútur til að jafna bólgin og rauð augu. Tannin efnin í teinu róa augun og minnka sýkingar í augum. Róandi áhrif kamillu virka sérstaklega vel til að róa þreytt augu.
5. Hefur stjórn á óþef
Hægt er að fríska upp á staði á heimilinu sem lykta illa með notuðum tepokum. Settu nokkra notaða tepoka í í skál og láttu skálina í ísskápinn til að losna við óþef. Einnig er hægt að strá þurrkuðum laufum á viðarskurðarbretti, gólfteppi (mundu að ryksuga laufin upp aftur), ruslafötur og kisuklósett til að losna við óþefinn. Jafnvel er hægt að búa til náttúrulegt ilmefni með tví-uppáhelltu tei og sambland af uppáhalds kjarnolíum þínum.
6. Tekur sársaukann úr skordýra bitum
Þegar skordýr ákveður að gæða sér á þér er hægt að minnka sársaukann með því að leggja kaldan tepoka á sársaukasvæðið. Slíkt róar húðina og minnkar bólgur. Þessi aðferð virkar einnig við sólbruna.
7. Frískar upp á viðarhúsgögn og gólf
Frískaðu upp á viðarhúsgögnin með tví-uppáhelltu tei. Sjóddu 6 til 10 notaða tepoka í ca. 4 lítrum af vatni. Moppaðu yfir gólfin eins og venjulega eða notaðu mjúka og bleytta tusku til að þurrka af húsgögnum. Tannin efnin í tei valda því að viðarhúsgögn og gólf skína.
8. Kemur í veg fyrir andfýlu
Ef ske kynni að þú sért örlítið andfúll er ráðlagt að búa til munnskol með tví-uppáhelltu tei. Einfaldlega fylltu munninn af tví-uppáhelltu tei eða myntutei til að drepa andfýlu.
9. Heimatilbúin fótsnyrting
Munnurinn þinn er ekki eini líkamsparturinn sem hefur gott af tei. Næst þegar þú ætlar að verðlauna sjálfan þig með náttúrulegri fótsnyrtingu og gefa tánum þínum smá boost þá er gott að baða fæturnar í heitu vatni með notuðum tepokum í um 15 mínútur.
10. Bragðbætir mat
Hvar er betra að endurnýta tepoka en í eldhúsinu? Þegar þú sýður hrísgrjón væri góð hugmynd að bæta við notuðum jurtatepokum í vatnið til að gefa hrísgrjónunum örlítið bragð. Gott er að bæta nokkrum notuðum tepokum af jasmíntei við sjóðandi vatnið.
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Tíu leiðir til að endurnýta notaða tepoka“, Náttúran.is: 14. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2011/09/04/tiu-leidir-til-ad-endurnyta-notada-tepoka/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. september 2011
breytt: 1. janúar 2013