Kúmentínsla í Viðey
Vegna mikillar blíðu í sumar færum við kúmentínsluna fram til 14. ágúst. Kúmentínslan hefur undanfarin ár verið geysilega fjölmenn því þá koma allir sem vettlingi geta valdið með plastpoka og skæri og sækja sér kúmen fyrir veturinn. Viðeyjarkúmenið er þekkt fyrir einstök gæði, það er fíngerðara en búðarkúmenið, bragðmeira og sætara. Einstaklega gott í baksturinn, að ekki sé minnst á kaffið!
Engin formleg leiðsögn er um Viðey þetta kvöld en aðstoð veitt og aðferðin sýnd þeim sem ekki hafa áður tínt kúmen.
Í sumar eru aukaferðir á þriðjudagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15.
Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í eyjunni áður en hafist er handa við tínsluna.
Síðasta ferjan fer úr Viðey kl. 22:00. Gjald í ferjuna fram og til baka er kr. 1000,- fyrir fullorðna og kr. 500,- fyrir börn 7-15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri.
Ljósmynd: Viðeyjarstofa, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Ásta Björk Ríkharðsdóttir „Kúmentínsla í Viðey“, Náttúran.is: 13. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/13/kumentinsla-i-videy/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.