Höfuðdagur
Hann er 29. ágúst til minnngar um það, er Heródes konungur Antipas lét hálshöggva óíhannes skírari að beiðni Salóme. Orðið sést ekki í ritum fyrr en seint á 15. öld, enda enginn hægðarleikur að finna þjált orð fyrir hið latneska heiti decollatio, sem nánast þýðir afhöfðun.Um höfuðdaginn er í rauninni er ekkert sérstakt að segja annað en hina alkunnu veðurtrú. Fjöllmargir dagar voru taldir marktækir til veðurspádóma, en enginn þó jafnalmennt og höfuðdagur. Í stuttu máli var vonað eða óttast, að með honum skipti um veður til góðs eða ills og það veður skyldi haldast til rétta eða um það bil næstu þrjár vikur. Þótt fásinna sé auðvitað að tengja veðurbreytingar við ákveðinn mánaðardag, er um þetta leyti ársins ekki fráleitt að búast við slíku af veðurfræðilegum sökum.Um þessar myndir fer sólin að ganga undir á norðurpólnum. Þá eykst hitamunur milli kuldabeltis og hitabeltis og veldur sterkum vestanvindum ofarlega í gufuhvoldinu. Af þessu verður oft talsverð breyting á gangi, dýpt og kreppu lægða á jörðu niðri, og getur það ástand haldist um nokkurt skeið. Reynsluvísindi kynslóðanna eru ekki ætíð með öllu út í hött.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Höfuðdagur“, Náttúran.is: 29. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/hfudagur/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013