Ólafsmessa
Þær eru reyndar tvær til minningar um Ólaf digra Noregskonung. Hin fyrri er 29. júlí, sem talinn er dánardagur hans á sólmyrkvanum 1039, sem stjörnufræðingar halda að geti staðist. Sú síðari er 3. ágúst, þegar bein hans voru að sögn tekin upp árið 1031. Fyrri dagurinn varð meiri hátíð á því takmarkaða svæði, sem helgi Ólafs digra gætti. Varð þetta ein aðalhátíð Færeyinga fram á þennan dag.
Heimildir eru og til um svonefnd Ólafsgildi á Íslandi á 12. öld, en furðulítið ber á Ólafsvökunni eftir þann tíma. Geta mætti þess til, að mjög hafi dregið úr hátíðarhaldi þessu, eftir að Þorláksmessa á sumri var tekin upp aðeins rúmri viku fyrr. Má mikið vera, ef Þorláksmessu hefur ekki einmitt verið valinn tími með hliðsjón af þessu. Það gat verið augljóst hagsmunaatriði fyrir Skálholtsstól sakir heitgjafanna, sem auðvitað reiddust enn fúslegar af hendi á þessum degi en endranær, og þá var lítið etftir handa Ólafi skömmu síðar.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Ólafsmessa“, Náttúran.is: 29. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/lafsmessa/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013