Hvítlaukur gegn hósta
Áður en flensa fer að herja og jafnvel eftir að hún er búin að stinga sér niður má gera hóstameðal með því að skræla hvítlauk – heil 24 rif og stinga niður í 250 g af hunangi. Láta standa í 7–10 daga og fara svo að borða úr krukkunni, ef hóstinn er þá ekki farinn, hunangið og hvítlaukinn saman. Það er svo gaman að borða þetta að manni léttir allavega við það eitt.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum. Mynd af vitaminsdiary.com
Birt:
10. desember 2013
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Hvítlaukur gegn hósta“, Náttúran.is: 10. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2008/10/29/hvitlaukur-gegn-hosta/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. október 2008
breytt: 14. mars 2014