Hvítkál
Hvítkál er ekki hægt að frysta svo vel fari. Það er hægt að geyma ferskt hvítkál í þó nokkurn tíma eftir að búið er að taka það upp. Stundum tekst að taka hausana varlega upp með rót og mold og setja í bala, kassa eða hjólbörur, vökva svolítið og geyma þannig á svölum stað, jafnvel fram undir jól. Aðrir vilja hengja kálið upp á rótinni en mér hefur aldrei tekist það og endað með einhvers konar skorpinn skrípaskúlptúr. Séu sniglar að búa um sig í kálinu er betra að taka það upp og borða snemma eða súrsa. Hin hefðbundna aðferð er að súrsa hvítkál með svolitlu af salti.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmynd: Hvítkálshöfuð, á vaxtarskeyði, ekki alveg mótað. Ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Hvítkál“, Náttúran.is: 9. september 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/12/hvtkl-og-srkl/ [Skoðað:28. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. nóvember 2007
breytt: 12. september 2014