Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS eru þessa dagana að taka við umsóknum fyrir skemmtilegt verkefni í Senigallia á Ítalíu. Verkefnið er ætlað ungmennum á aldrinum 18-25 ára sem hafa áhuga á garðyrkju, umhverfisvernd og mannréttindum.

Þema verkefnisins er sjálfbær lífsstíll og vistvænn landbúnaður. Þátttakendur munu meðal annars starfa náið með ítölskum hóp sem vinnur að því að aðstoða flóttamenn, farandverkamenn og aðra minnihlutahópa við að styrkja sjálfsmynd sína með þátttöku í sjálfbærum verkefnum. Eitt af verkefnum þátttakenda verður að vinna garðyrkjustörf í garði sem hópurinn hefur til afnota. Þeir munu einnig taka þátt í að selja afurðir garðsins á markaði.

Bærinn Senigallia er staðsettur við Adríahafið í um 25 km fjarlægð frá borginni Ancona.

Nánari upplýsingar um verkefnið og ungmennaskipti SEEDS er að finna á vef samtakanna.

Birt:
5. júlí 2012
Tilvitnun:
Unnur Silfá Eyfells „Spennandi garðyrkjuverkefni fyrir ungt fólk í Senigallia á Ítalíu“, Náttúran.is: 5. júlí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/07/05/spennandi-gardyrkjuverkefni-fyrir-ungt-folk-i-seni/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. júlí 2012

Skilaboð: